Útgerðin

Útgerðin á Hofsósi var lengi hjartað í þorpinu. Í þessum myndaflokki birtist saga sjósóknar Hofsósinga – skip og bátar sem báru afkomu, dugnað og dirfsku fólksins við Skagafjörð. Hér má sjá minningar um tíma þegar bryggjan var lífæð þorpsins, þegar menn lögðu allt undir til að sækja sjóinn og sameiginlegt átak, hugvit og þrautseigja mótaði bæði atvinnu og samfélag. Þetta eru ekki bara skip og bátar – þetta er saga fólks, vinnu, vonar og sjósóknar sem mótaði Hofsós.

Skruna
Mynd wwcop6yf
01

Hér er Örn RE 1 þegar við þorpsbúar áttum skipið hélt hann nafninu en fékk SK 50 skráninganúmer. Stóra spurningin hvað ef Nöf hf. hefði aldrei sameinast ÚS ?

Mynd wwcop6yf
02

Fv. bátur sem þorpið átti Halldór Sigurðsson SK 3 Stóra spurningin, hvað ef hann hefði aldrei verið seldur til Þorlákshafnar ? FISK á stóran hlut í samskonar bát sem hefur gert það gott á dragnót núna í haust 2025 á Skagafirði.

Mynd st2pt429
03

Þessi gamla mynd rataði í fjölmiðla fyrir nokkru, þessi mynd af Erninum var tekin eftir að hann var seldur úr þorpinu.

Mynd 0yqyvibr
04

Það er slæmt að þessi mynd af Berghildi skuli vera svona hreyfð. Þennan bát áttu bræðurnir Uni og Siggi Tavsen ásamt Páli Gíslasyni frá Siglufirði, báturinn var smíðaður á Ísafirði.

Mynd szvuimdv
05

Hér má sjá Berghildi SK 137 við bryggju í Hofsós áður hét .essi bátur Frosti SK 5 en eftir að stóri Frosti kom var haft nafnabreitingu á þessum.

Mynd szvuimdv
06

Berghildur SK 137 í slipp á Siglufirði

Mynd szvuimdv
07

Frosti II SK 5 það er erfitt að átta sig á því við hvaða bryggju hann liggur.

Mynd szvuimdv
08

Frosti II SK 5

Mynd szvuimdv
09

Berghildur SK 137 við bryggju í Hofsós

Mynd dxkraoe2
10

Það er verið að skrifa sögu skuttogara á Íslandi, af því tilefni er verið að leita eftur sögu af þessum togara sem keyptur var af Nöf h/f frá Noregi, símtalið sem hofsosingur.is fékk gaf tilefni til þess að bæta þessari mynd inn á síðuna af togaranum Leisund sem fékk nafnið Skafti SK 3

2003 10 / 87 Athugasemdir (0)
2024-11-20 16.45.26.jpg
11

Þessi mynd er tekin í Stálvík í Garðabæ þar sem Halldór Sigurðsson SK 3 var smíðaður fyrir Hofsósinga

Mynd pun00flg
12

Svona leit þetta skip út þegar það kom nýtt til landssins þá fékk skipið nafnið Örn RE 1 og hélt því nafni þar til það var selt úr landi, Nöf hf. Hofsósi kaupir skipið eftir lengingu þá 8 ára gamalt eftir að Halldóri Sigurðsson SK 3 var seldur til Þorlákshafnar.

File 26.12.2024, 18 14 56.jpeg
13

Hér eru Drafnar menn að slefa/draga bilaðan bát í land, bátinn áttu Kristján Ólason og Pálmi Rögnvaldsson í stuttan tíma, Haraldur Þór í Enni var skipverji um tíma, kannski er þetta hann eða Stjáni Óla sem stendur þarna í stafni. Bárturinn fékk nafnið Brimnes SK 18 hjá þeim mágum Stjána og Pálma.

Mynd csr2w6xt
14

Þegar grúskað var í gömlum blöðum frá Siglufirði þar sem sögð var saga af gömlu síldarskipi opnuðust augu fyrir mér þegar sást á einkennisstafirnir SK 5 á einum bátanna á myndinni, þarna sést í Frosta II frá Hofsósi.

Mynd e2lr9xnz
15

Hér liggur Skafti SK 3 við bryggju á Blönduósi en þangað var hann leigður stuttu fyrir sölu.

Mynd 2boeaa33
16

Skipverjinn sem tók þessa mynd hét Björn Ragnarsson hann var af Króknum og fór nokkra túra á Halldóri Sigurðssyni, hann fluttist seinna til Keflavíkur.

Mynd f128176m
17

Báturinn framan við pakkhúsið er gamall nótabátur sem Sveinn Jóhannsson eignaðist, hann smíðaði bæði hvalbakinn og stýrishúsið á bátinn, fleyið Sveins fékk nafnið Hreggviður SK 51 jullan sem er á hvolfi upp við bakkann átti Maggi Tomm, ef mynnið klikkar ekki þá smíðaði Maggi julluna, þetta var ekki gott fley vegna þess hversu völt jullan var, Þorgrímur / Gími smíðaði nokkrum árum fyrr áþekka jullu sem var virkilega vel hepnuð smíði, stöðug og fín.

Mynd c8w2heka
18

Útgerðarfélagið Nöf h/f á Hofsósi keypti þennan togara frá Noregi, skipið fékk nafnið Skafti, Það kom einusinn fram á miðilsfundi að Skafti gamli á Nöf sagðist standa stundum við hliðina á skipstjórastólnum

Bátar
19

Hér er Baldvin Þorvaldsson þennan bát átti Þorgrímur Hermannsson

Bátar
20

Falleg mynd af fallegum bát. Á þessum bát var frumraun mín ritstjóra síðunnar til sjós.

Bátar
21

Hér er Frosti gamli SK 5 að koma að, sennilega liggur Haraldur Ólafsson við kæjan.

Beggan
22

Þetta er stál Beggan eins og hún var alltaf kölluð eða Berghildur þarna er hún í slipp á Siglufirði og sennilega er verið að skvera hana fyrir nýja eigendur en báturinn var seldur til Súðavíkur, á bátnum stendur nú Kópur en Sigrúnar nafnið fékk hann.

Bátar
23

Hér sést Richaed SK 77 fara út úr Gridavíkurhöfn eigendur Kögurvík á Hofsósi.

Bátar
24

Þetta er Berghildur SI 137 bátur sem bræðurnir Uni Pétursson og Sigurður Péturson Tavsen gerði út ásamt Páli Gíslasyni á Siglufirði þar fékk báturinn SI númerið. Til gamans og fróðleiks þá er þessi bátur smíðaður í skipasmíðastöð Marssellíusarsonar Bernharðssonar á Ísafirði afa míns síðu eigandi hofsosingur.is. Mér sýnist að Bragi Vill sé þarna í jakkafötum með bindi, það stendur eitthvað til, kannski er hann með bréfpoka í hendinni frá Gottskálk sem var verslunarstjóri við Túngötuna á Sigló, svo sýnist mér að Siggi Tása sé í brúarglugganum og Hákon Þíski Siglfirðingur standi fremstur en hver er hippinn?

Bátar
25

Skvetta SK 7 skr. 1428

2011 25 / 87 Athugasemdir (0)
Bátar
26

Þessi mynd er tekin á Sauðárkróki á henni eru við bryggjuna fremst liggja Berghildur SK 137 og Haraldur Ólafsson SK 19 ofan við þá liggur Frosti SK 5 trillan næst er skráð á Sauðárkróki, allavegana stendur það aftast á byrðingi hans, gamli Haraldur Ólafsson seldur á Krókinn kannski er þetta hann.

Bátar
27

Skvetta SK 7 þarna er Ómar Unason búinn að eignast bátinn og skvera upp, áður var þessi bátur líka búinn að vera gerður út frá Hofsósi þá hét báturinn Dröfn.

Bátar
28

Ólafur Þorsteinsson SK 77 (Óli Láru)

2022 28 / 87 Athugasemdir (0)
Bátar
29

Þessi línubátur var gerður út af Fiskiðjunni meðan HFH var rekið og fiskurinn var unninn og beitingin fór fram á Hofsósi, Lengst af hét þessi bátur Víkingur III frá Ísafirði en hann var nefndur í Höfuðið á Óla Láru. Ólafur Þorsteinsson SK 77 hér er hann í jólabúningi með jólaseríu.

Bátar
30

Hafborgin var bara býsna flottur bátur. Þessi bátur var keypur hingað og gerður út af Skagaskel sem var einnig skelvinnsla.

Bryggjan
31

Klængurinn / Erling bátur þeirra Sveins og Fúsa í Grænumýri

Mogginn
32

Seint lýgur mogginn, þessi mynd er frá fréttaritara Morgunblaðssins Birni í Bæ. auðvita bjargaði útgerðin öllu,

Skafti SK 3
33

Svona leit hann út eftir að síðunni var lokað og annar skosteinninn fjarlægður og Nöf hf sameinaðist ÚS. Útgerðafélag Skagfirðinga. (Hann var flottur grár)

Skafti SK 3
34

Síðan fór allur pakkinn undir sameiningu við ÚS. Aumingjaskapur af hálfu Hreppsnefnda austan vatna. Eigandi þessara heimasíðu var skipstjóri á Skafta þegar þessi mynd af Skafta var tekin við Viðey á útleið frá Rvk. Myndina tók Snorri Snorrason skipaljósmyndar.

Skafti SK 3
35

Svona leit Skafti út þegar hann var keyptur eftir að Örninn var seldur 1. og eini togarainn sem skráður var á Hofsósi

Útgerðin á Hofsósi 58
36

Bátarnir við bryggjuna eru Frosti II SK 5, Haraldur Ólafsson SK 19, Hreggviður SK 51 og Alda SK 11

2006 36 / 87 Athugasemdir (0)
Útgerðin á Hofsósi 55
37

Kaupfélag Austur Skaftfellinga selur bátinn til Hofsóss 16. ágúst 1958 Þorgrími Hermannssyni. Báturinn fékk nafnið Frosti II SK 5 en hann var selur 1963 til Dalvíkur. Hann er keyptur aftur 1965 af Þorgrími, Nonna Gíma. og Una. En þá fékk hann Berghildar nafnið SK 137 en 30 sept. 1966 er Þorgrímur einn skráður eigandi til 1973 þá er báturinn talinn ónýtut.

2006 37 / 87 Athugasemdir (0)
Útgerðin á Hofsósi 53
38

Þennan bát átti Viggó Einarson um tíma, þá hét báturinn Ingileif

Útgerðin á Hofsósi 57
39

Dekkbátarnir eru Frosti SK 5 seinna Berghildur SK 137 og Jódís ÍS bátinn leigði Ívar Björnsson frá Ísafirði og gerði hann út um tíma.

2006 39 / 87 Athugasemdir (0)
Útgerðin á Hofsósi 48
40

Hafborg SK 50 þennan bát kaupir almennigsfélagið Þórðarhöfði h/f 19.maí 1985 seldur Skagaskel h/f 1987 Skagaskel var Hörpudiskverkun í þorpin. Síðan er hann seldur til Siglufjarðar. 1989

Útgerðin á Hofsósi 34
41

Örninn með nýja brú

Útgerðin á Hofsósi 35
42

Örni SK 50 mikið breittur og með nýjan framenda hér.

Útgerðin á Hofsósi 36
43

Og nýjan afturenda og 3. brúin komin á Örninn. Lítið er eftir af gamla Erninum SK 50

Útgerðin á Hofsósi 37
44

Mörgum árum eftir að þessi var seldur frá Hofsós varð mikil breiting á honum hann var lengdur byggt yfir hann og sékk að minnsta kosti tvær brýr eftir það.

Útgerðin á Hofsósi 38
45

Þennan bát létur Einar Jóa og Gísli Kristjáns smíða á Seiðisfirði Sædís SK 19

Útgerðin á Hofsósi 39
46

Dröfn BA 28 þennan bát keyptu Gummi Hólm, Finnur og Steinþór vestur á Bíldudal. síðan keyptu þeir fleyri báta en þá voru þeir búnir að stofna fyrirtækið Kögurvík s/f og hinir bátarnir voru skráðir á fyrirtækið.

Útgerðin á Hofsósi 40
47

Fiskanes hét þessi þegar hann var hér í þorpinu, bátinn átti Uni Pétursson.

Útgerðin á Hofsósi 41
48

Þessi bátur var til í nokkur ár og hét hann Brimnes SK 38 eigendur voru Pálmi Rögnvaldsson og Kristján Ólason

Útgerðin á Hofsósi 42
49

Faldur VE hét þessi bátur, eigandi hans í Eyjum var Hofsósingurinn Kjartan Ívarsson þennann bát tóku Drafnarmenn og Uni Pétursson á leigu eitt haust, hann var gerður út á net, en skipstjórinn var mikið fyrir veiðar með fiskitroll, það var gert uns stæðsta landhelgisbrot sögunnar var framið.

Útgerðin á Hofsósi 43
50

Þerney SK 37 hét þessi bátur. Bátinn keyptu Árversmenn Óli, Jónas og Bassi með Una Péturssyni en fljótlega eftir kaupin losuðu Árversmenn sig frá samstarfinu og Uni verður einn eigandi.

Útgerðin á Hofsósi 44
51

Hafsúluna keyptu Kögurvíkur strákarnir þá var þessi bátur svo til nýr og mikið happafley sem þeir gerðu út í mörg ár uns þeir kaupa stærri bát. Hafsúlan er til enn í dag og er komin til Húsavíkur og ber þar nafnið Salka

Útgerðin á Hofsósi 45
52

Sagan af þessum bát, þennan kaupa Steinþór, Finnur og Jóhann og gerðu hann út í stuttan tíma. Báturinn bar nafnið Fleygur

Útgerðin á Hofsósi 46
53

Þessi bátrur var rétt um 100 brl. hann kaupa Kögurvíkur strákarnir róið var á línu og net, netavertíðar voru bæði í Ólafsvík og Grindavík. Báturinn var seldur til Dalvíkur þar sem hann stundaði meðal annars rækjuveiðar en þá voru Pólar á Sigló komnir inn í samstarfið. Þetta er síðasti báturinn sem Kögurvíkur menn gera út. Hann bara nafnið Richard SK 77

Útgerðin á Hofsósi 47
54

Guðrún Jónsdóttir SK 103 Gerði h/f á Hofsósi átti þennan bát á bakvið fyrirtækið Gerði voru Stóragerðis menn. Báturinn er smíða í Hafnarfirði 1979 og var 18 brl. stálbátur. Hann er seldur 12. sept 1980 til Reykjavíkur

Útgerðin á Hofsósi 49
55

Hafbjörg hét þessi bátur þegar hann var hér í eigu Jóhanns Guðbrandsson og Jónas Einarson.

Útgerðin á Hofsósi 50
56

Bergey hét þessi bátur, hann gerði Uni Pétursson út um tíma, vonandi kemur comment á tímabylið hér fyrir neðan sem hægt er að setja inn.

Útgerðin á Hofsósi 51
57

Bylgja hét þessi bátur, hann var gerður út undir samnefndu nafni eða Bylgja ehf. forsvarmaður útgerðarinnar var Jón Magnússon

Útgerðin á Hofsósi 52
58

Arnar SK 237 þennan bát kaupir Uni Pétursson. Gísli Kristjánsson réri þessum bát um tíma hvort Gísli hafi leigt bátin veit skrásetjari ekki. Það verður kannski komið comment við myndina næst þegar talvan verður opnuð.

Útgerðin á Hofsósi 10
59

8. Maí 1964 kaupa þennan bát Frey ÍS til Hofsós frá Ísafirði þeir Pétur Ólafsson, Uni Pétursson, Jón Guðmundsson, Björn Ívarsson, Ævar Ívarsson og Þorgrímur Hermannsson. 1969 var eigandi Frosti h/f Hofsósi. Báturinn bar nafnið Frosti II SK 5 meðan hann var gerður út frá Hofsósi.

Útgerðin á Hofsósi 32
60

Fallegt skip. Örninn eftir að hann var seldur til Keflavíkur þarna er búið að lengja hann og byggja yfir þilfarið.

Útgerðin á Hofsósi 31
61

Að sjálfsögðu gerðum við Hofsósingar út loðnuskip, hér er Örninn á Þórshöfn

Útgerðin á Hofsósi 30
62

Svona leit Örninn út þegar hann var keyptur hingað og fékk sama nafn og SK 50 númerið. Hér á eftir má sjá hversu mikið hægt er að toga og teygja gamla báta, byggja yfir skipta um framenda, síðan afturenda og tvisvar skipt um brú. sjá næstu myndir.

Útgerðin á Hofsósi 29
63

Enn ein Berghildur einn af bátunum Una, þennan bát átti hann í nokkur ár.

Útgerðin á Hofsósi 28
64

Þarna er Berghildur og trilla sem Gísli Kristjáns átti, trillunni varð ekki bjargað frekar en Berghildi.

Útgerðin á Hofsósi 27
65

Þennan bát átti Uni Pétursson, báturinn slitnaði frá bryggjunni og rak upp í krikann þar sem gamla planið var

Útgerðin á Hofsósi 26
66

Þessi bátur er smíðaður á Ísafirði. Þennan bát áttu um tíma frá 1973 - 76 bræðurnir Uni og Sigurður Péturssynir ásamt Palla Gísla á Siglufirði skráður eigandi var Berghildur s/f Siglufirði.

Útgerðin á Hofsósi 25
67

Svo skipu þeir um brú á Halldóri og byggðu yfir hann. Báturinn er enn til og ber enn sama nafnið eftir að hann var seldur til Þorlákshafnar Friðrik Sigurðsson ÁR 17

Útgerðin á Hofsósi 24
68

Halldór Sigurðsson var seldur Meitlinum í Þorlákshöfn, svon leit hann út eftir lengingu. Pétur í Glæsibæ var forstjóri Nafar h/f á Hofsósi og seinna meir varð hann forstjóri Meitilssins í Þorlákshöfn. Ekkert skrítið að hann vildi kaupa Halldór suður.

Útgerðin á Hofsósi 23
69

Halldór Sigurðsson kemur í land með góðan afla, gaman væri ef einhver gæti borið kennsl á karlana sem eru að gera klára endana á hvalbaknum á Halldóri. hérna að neðan er comment flipi neðan við Breita mynd.

Útgerðin á Hofsósi 22
70

Halldór Sigurðsson, Berghildur og Frosti II. Já svona var þetta í þorpinu okkar, bara ef þetta væri svona í dag. Þarna er Halldór að landa fullfermi og ég man hvað hann var með 52 árum seinna, það kom upp úr honum 73 tonn af fiski þennan dag, ég og fleyri pjakkar vorum fengnir til þess að landa upp úr bátunum, og m.a. að okkur fannst með gömlum mönnum eins og Matta málara, Frigga Jóns og Gunna Geira.

Útgerðin á Hofsósi 20
71

Halldór Sigurðsson SK 3 kemur nýr til Hofsóss útgerðarfélagið Nöf h/f lét smíða bátinn í Stálvík 1969

Útgerðin á Hofsósi 19
72

Frekar óskýr mynd en þetta er fréttamynd úr Mogganum frétt af útgerð í þorpinu.

Útgerðin á Hofsósi 18
73

Þessi bátur var aldrei skráður á Hofsósi, en þennan bát áttu Hofsósingarnir Palli Pálu / Páll Þorsteinsson Ingi Friðbjörns / Ingi Bjössa Þórhalls ásamt Karli Hólm á Sauðárkróki þeir eignast hann 5. júní 1972 en selja hann 2. nóv. sama ár til Þórshafnar.

Útgerðin á Hofsósi 17
74

Haraldur SF þessi bátur var leigur hingað, þegar maður segir hingað þá er ég að tala um gamla þorpið okkar. Sagan er sú að Frosti II varð vélavana eða það kom upp bylun í vél bátssins, ekki voru menn að lúta í gras heldur bitu í skjaldarrendur og leigðu þennan bát meðan vél og rafkefi Frosta var lagfært.

Útgerðin á Hofsósi 16
75

Svo kallaður Landsmiðju smíði, þetta er Klængur / Erling bátur sem bræðurnir í Grænumýri áttu Sveinn og Sigfús Stefánssynir

Útgerðin á Hofsósi 13
76

Hérna sjáum við bát sem Trausti á Berglandi átti, báturinn bar nafnið Alda SK 11

Útgerðin á Hofsósi 12
77

Þennan bát átti Sveinn Jóhannsson þetta er gamall nótabátur sem Sveinn byggði yfir, Sveinn setti á hann bæði hvalbak og stýrishús báturinn bar nafnið Hreggviður SK 51

Útgerðin á Hofsósi 11
78

Skráður eigandi af Frosta II SK 5 í júlí 1969 var Frosti h/f Hofsósi

Útgerðin á Hofsósi 2
79

Þennan bát eignaðist Sveinn Jóhannsson 6. mars 1947 báturinn bar nafnið Kári SK 61

Útgerðin á Hofsósi 9
80

Þennan bát áttu Sæbergsbræður Gísli og Mummi Stjána báturinn hét Sæberg SK 38

Útgerðin á Hofsósi 8
81

Þennan bát áttu feðgarn Einar og Jói Eiríks báturinn hét Haraldur Ólafsson SK 19 bátinn seldu þeir til Ísafjarðar.

Útgerðin á Hofsósi 7
82

Þennan bát gerði Ívar Björnsson út um tíma báturinn hét Jódís og hann leigði hann frá Ísafirði.

Útgerðin á Hofsósi 6
83

Þessi bátur var smíðaður á Hofsósi 1941 eigendur voru Sveinn Jóhannsson og Erlendur Kristinsson. Bátinn rak á land og eiðilagðist 12.nóv. 1947 báturinn hét Sæfuglinn SK 54

Útgerðin á Hofsósi 5
84

Svanur SK báturinn fórst hérna við Hofsós 9. nóvember 1959 með þremur skipverjum.

Útgerðin á Hofsósi 4
85

Frosti II SK 5 þennan bát kaupir Gími 16. ágúst 1958 síðan er hann seldur til Dalvíkur en keyptur aftur 18. des 1965 þá eignast hann Þorgrímur, Jón Gíma og Uni Pétursson þá fær báturinn nafnið Berghildur SK 137 en 1966 er Þorgrímur einn skráður eigandi.

Útgerðin á Hofsósi 3
86

Frosti I. SK 58 bátur þessi var smíðaður á Hofsósi 1939 hann var 5 brl. Eigendur voru Þorgrímur / Gími Hermannsson og Björn Jónsson afi Bassa, Ævars, Kjartans og Indriða Ívarssona. Báturinn var talinn ónýtur og afskráður 1950

Útgerðin á Hofsósi 1
87

Þennan bát eignast Þorgrímur Hermannsson / Gími 1. okt. 1946 báturinn hét Baldvin Þorvaldsson SK 60

87 myndir skoðaðar

Takk fyrir að skoða Útgerðin

Skoða aðra flokka