Staðurinn / Plássið

Skrunaðu niður til að skoða myndirnar

Skruna
Mynd 7ovpyrc5
01

Síðan komst yfir þetta glæsilega verk sem gaman er að geyma og varðveita ekki síst vegna þess að verkið er eftir Hofsósing Valdimar Björnsson Valla í Bjarkalundi en hann var magnaður með blíant og pennsilinn, við getum þess að fyrirmyndin í verkinu sé Naustabærinn og Naustavíkin.

Mynd 7ovpyrc5
02

Síðan komst yfir þetta glæsilega verk sem gaman er að geyma og varðveita ekki síst vegna þess að verkið er eftir Hofsósing Valdimar Björnsson Valla í Bjarkalundi en hann var magnaður með blíant og pennsilinn, við getum þess að fyrirmyndin í verkinu sé Naustabærinn og Naustavíkin.

Mynd bbp6w69o
03

Þessi mynd frá Baldavini Jóhannsyni frá Sigló segir meira en orð fá lýst fyrir okkur gömlu þorparana, minningin fer á flug að sjá þessa mynd, þarna liggur Aldan SK 11 á hliðinna vinstra megin á myndinni en Ölduna átti Trausti Fjólmundsson frá Berglandi, trillan á milli bátana er Hafsísin SK 47 sem bræurnir Bragi og Hermann í Háaskála áttu, báturinn við pakkhúsin er svo Hreggviður SK 51 sem Sveinn Jóhanns breitti, þetta er gamall nótabátur en Sveinn byggði bæði á hann hvalbak og stýrishús, það var mikið gaman fyrir okkur guttana að fylgjast með því þegar Sveinn var að setja bátinn á land á hausti, bátnum var siglt upp í ósinn og oftar en ekki kom Óttar í Enni á jarðýtu og dróg bátinn á land. Stóru bátarnir við norður garðinn eru Frosti II, Haraldur Ólafsson og Sæberg.

Mynd bbp6w69o
04

Það er alltaf jafn áhuguvert að fá gamlar myndir frá þorpinu og sjá breitingarnar sem hafa orðið. Við verðum vonandi ekki skammaðir fyrir afnot af þessari mynd sem Balvin Jóhannsson á Siglufirði tók á ferð sinni um þorpið.

Mynd 59rpteer
05

Hérna má sjá bátana Sædísi og Hafdísi við norðurgarðinn, hér má einnig sjá saltfiskverkunina Árver s/f sem þeir Óli Láru, Jónas Tobbu og Bassi Ívars áttu, myndin er tekin áður en þeir byggðu við verkunina álmuna sem stóð vestur af gulu byggingunni, það var oftar en ekki glatt á hjalla bæði í verkunni sjálfri svo ekki sé minnst á spaugilega kaffitímana þegar Óli tók góða sögustund.

Mynd eaowho5p
06

Ekki vitum við hvort þetta sé eina eintakið sem til er af þessari mynd, ef svo er er nauðsinlegt að við varðveitum hana hér, þetta er mögnuð mynd, við hornið á pakkhúsinu sést í Vilhelmsbúðina og pósthúsið sem var í sama húsinu, núna er þetta hús komið upp í þorpið og það srendur fyrir ofan slökkvistöðina. það væra gaman ef einhver getur sagt okkur frá ártalinu á myndinni, það má sjá bíl á henni við Svalbarða mér finnst myndin það gömul að þetta getur varla verið Moskvitch bíllinn Villa Geirmundar. Baldurhagi er þarna í allri sinni dýrð kannski á þeim tíma er hótelrekstur var þarna. Annarstaðar inn á sýðunni er mynd sem tekin er fyrir utan shéll shjoppuna og á henni eru nokkrir ungir menn, Bjössi Bjarna, Óli Láru, Lilli Jóa og Palli Pálu kannski eru þetta þeir sem standa við hornið á hótelinu. Svarti báturinn sem er í forgrunni var uppskipunarbátur sem bar nafnið Stalín, en trillan og prammarnir eru nú með smíðalaginu hans Gíma.

Mynd eaowho5p
07

Þá er þessi mynd stórmerkileg, þegar rýnt er á hana þá er verið að sjóða í stórum potti neðst í myndinni við vegin að brúnni, eflaust á að fara að sjóða ull síðasta mynning af ullarþvótti var suðupottur alveg niður við ánna en ull var þvegin og soðin þar. Það hafa verið stórar og mikklar byggingar þarna niður við ósinn. Það á svo að bera virðingu við gömlum nafngiftum á staðarheitum, þetta svæði var neft pláss og forverar okkur fóru niður í stað, þegar rýnt er í myndina má sjá að menn hafi komið ríðandi í þorpið, sjá má hest bundin við stóru bygginguna sunnan við pakkhúsið.

Mynd n39oy3oa
08

Magnað að sjá hvað tæknin getur gert við gamlar svart hvítar myndir.

Mynd n39oy3oa
09

Öll höfum við séð þessa mynd svar hvíta, svona gæti plássið hafa litið út í lit

Mynd oqq6a27y
10

Þessi mynd er tekin 1954 ef rétt er munað sagði Gestur Þorsteinsson mér að uppskipunar bárurinn sem er í forgrunni hafi heitið Stalín.

Mynd 1rt3sf1f
11

Þetta er Brøyt grafa sem Finnur, Gummi og Monsi áttu, þetta voru þekktar gröfur á árum áður, t.m. áttu Bakkafeðgar svona ásamt fleyrum, fyrirtækið þeirra og Nonna á Sleitustöðum hét Lyftir. Á síðunn er til gamalt kvikmyndabrot af gröfu sem feðgarnir áttu við grjótnám útí Gljúfurá þegar grjót var tekið í hafnargerð í Hofsóshöfn.

Mynd 88s6yr7q
12

Mynd fundin á netinu tekin á árabilinu 1930-1950 af Geir Zoöga.

Mynd kqhgoc8g
13

Ljósmyndari/Höf. Gunhild Augusta Thorsteinsson 1878-1948 Horft yfir plássið. Mynd tekin á árunum 1902-1911 Það er gaman fyrir okkur sem yngri erum og ólumst hér upp að sjá hversu mikið þorpið hefur breyst.

Bílar
14

Bragi Vilhjálmsson á einum af mörgum skódum sem hann átti

byggingar
16

Þessi mynd er tekin á byggingatíma kirkjunnar sjá má timbur á þaki kirkjunnar, hún var vígð 1960

bílar
19

Þessi mynd er tekin í ytri sneiðingnum á myndinn er Vipon jeppi/trukkur sem notaður var sem vinnubíll fyrir hafnagerðamenn þegar sótt var grjót út í Gljúfrárgil, Barði Steinþórsson var ökumaður bílssins, Barði bjó í Skjaldbreið 1og viponinn þurfti að láta renna í gang enda geymdur í halla svo renna mátti honum í gang.

húsin
20

Ein af mörgum sem tekin er af plássinu.

byggingar
21

Á þessari mynd má vel sjá alla kartöflugarðana utan í sneiðingnum.

Rafstöð
22

Á þessari mynd sést gamla rafstöðin við brúna, Ásbyrgi sést í bakgrunni utan við á.

Plássið
23

Þessi mynd af plássinu eða staðnum var mér send frá Ísafirði núna í mars 2022 gaman væri ef einhver gæti skrifað við myndina hvaða hús sjást á henni, þarna er t.d. hús sem er að sjá upp á hól sunnanlega við Kárastíg, ég er illa svikin ef Steini vinur minn Pálu getur ekki frætt okkur um þetta.

2022 23 / 64 Athugasemdir (0)
Plássið
24

Þessi er orðin frekar gömul, en gaman að sjá hvernig þetta var t.d. sjást ef myndin er stækkuð fjárhúsin Guðna í Nýjabæ, Hlíð og svo margt fleyra sem horfið er í dag.

2022 24 / 64 Athugasemdir (0)
Byggingar
25

Sæberg þessi mynd er tekin 1975

staðurinn
26

Svona var þetta hérna í þorpinu, kindur út um allt, enda áttu margir fjárhús upp í fjósahverfi, á þessu árum þýddi ekkert að eiga fallegan blómagarð, kindurnar sáu um að grisja lóðirnar. Sjá breitinguna grasið hefur vikið fyrir malbikinu.

2022 26 / 64 Athugasemdir (0)
Byggingar
27

Það eru til margar myndir teknar frá þessu sjónarhorni, sneiðingurinn sem liggur niður í STAÐ.

2022 27 / 64 Athugasemdir (0)
Húsin
28

Brimnes, Sæberg og Skjaldborg.

2022 28 / 64 Athugasemdir (0)
Bílar
29

Hér er Geiri á Bakka í hafnargerð á Sauðárkróki á K 200 þetta er bílnúmer sem fylgdi honum alla tíð.

Plássið
30

Þessi mynd segir margar sögur, á myndinni er svo margt sem gaman er að sjá t.d. Ljósaskurðurinn við Hofsá neðan Mela, mjög vel sést hvar vatn rennur út úr yfirfalli skurðssins, svo er svo ótal margt sem rifjar upp hvernig þetta var Bakkahúsið, þústirnar upp á bakkanum þar sem Kárastígur 13 er og svo fl. og fl. fyrir yngri afkomendur bæjarbúa væri gaman að fá umsagnir um allt sem á myndinni er.

2021 30 / 64 Athugasemdir (0)
Fólkið
33

Þetta hefur verið blautur dagur þarna niður í stað.

Byggingar
34

Þegar þessi mynd er tekin þá hefur verið sæmileg sátt um litinn á Braut 1 og 2

þorpið
35

Á þessari mynd sést lítið af félagsheimilinu eða slökkvistöðinni

Gamla þorpið
36

Ef vel er að gáð þá má sjá að rafmagnslínur og símalínur voru um allt þorp, rafmagns og símastaurar hér og þar.

Bryggjan
37

Heldur var Gulli í Brekku að flýta sér með kostinn um borð í gamla Frosta síðan Berghildi en hann var kokkur þar um tíma.

Fjósahverfið
38

Lítið þorp en stórt fjósahverfi, jú flestir áttu kindur.

Shéll
39

Gamli tíminn hér er Sveinn á Hugljótssöðum í kaupstaðarferð, myndin er tekin við Suðubraut 7 við Shéll shjoppuna

Esso
40

Gamla olíuportið hjá Esso úti á Nöf

Rall
43

Einu sinni var sérleið í ralli á götum Hofsóss

Shéll
45

Hér er nú ein af gömlu bensín shjoppunum.

2006 45 / 64 Athugasemdir (0)
Niður í stað
46

Hérna eru þær Kidda Óla og Helga eða Fanney Friðbjörns að hjóla út á frystihús.

Versun / símstöð
49

Þessi er tekin níður í stað þarna var símstöð og verslun, Geiri á Bakka er á hjólinu

Gamla þorpið
51

Vilhelmsbúðin og símstöðin í forgrunni.

2017 51 / 64 Athugasemdir (0)
Sjóbúð
54

Þarna er bráðabyrðabrúin sem kom eftir að hvíta trébrúin fauk, en undir norðurbakkanum í forgrunni myndarinna má sjá sjóbúð þeirra Brekknamanna, Einars faðir Kobba og þeirra bræðra

Plássið
55

Ullarþvottur þarna ofan við brúna var alltaf soðin og þvegin ull.

Plássið
57

Fyrsta brúin yfir Hofsá. Jón Stefánsson frá Bæ átti að hafa verið á brúnni þegar hún fauk, sagan segir að honum hafi ekki orðið meint af fluginu með búnni ofaní ána

Rafstöðin
58

Í Hofsósi var rafstöð við brúna NIÐUR Í STAÐ.

Happdrætti
59

Þetta er merkilegur happdrættismiði, miðar seldir til þess að afla tekna til uppbygginu á félagsheimilinu, ssvo var aldrei dregið í þessu en vinningar voru góðir eins og sjá má á miðanum.

skömtun
60

Svona var þetta, fólk fékk úthlutaða skömtunarmiða til þess að taka út vörur í kaupfélaginu

Plássið
62

Fyrsta bensínstöðin í þorpinu

Brúin
63

Mynd frá Steina Pálu tekin af Hjálmar Bárðasyni senni fluttningur á ræsisrörum í Siglufjarðaveg

Plássið
64

Frystihústíkin við skreiðahúsið, en skreiðahúsið var í Baldurhaga eða Retro mathús, Þórður Kristjánsson var lengst af ökumaður á henni ásamt fleyrum, m.a. var Bubbi Magg ökumaður á þessu faratæki áður en húsið var sett á hana, hann minntist á það að eitt sumar var hann á henni húslausri að sækja grjót út í Sandvík sem sett var í púkk í mýrina undir frystihúsinu þegar verið var að byggja við húsið.

64 myndir skoðaðar

Takk fyrir að skoða Staðurinn / Plássið

Skoða aðra flokka