Sléttuhlíð
Skrunaðu niður til að skoða myndirnar
Þessi mynd kemur úr safni Baldvins Jóhannssonar á Siglufirði sennilega er myndin tekin í Felli það eru tveir ættaðir frá Felli systkinasynirnir 'Oli Bolla og Hilmar, með þeim er strákur sem fluttist í þorpið með foreldrum sínum, en faðir hans kom sem skipstjóri þegar báturinn Halldór Sigurðsson SK 3 kom nýr til Hofsóss.
Þessi mynd er tekið við lónið í Lónkoti, hérna eru menn að stunda Álaveiðar
Tvíburarnir á Hrauni, sennilega að gera sig klára á ball í Sigló.
Ekki er vitað á hvaða ferð þessir unglingar voru, sennilega á leið í útilegu um verslunarmannahelgi.
Það voru víst fleyri en Sigrún á Tjörnum sem spiluðu á Harmonikku í Sléttuhlíð
Nú stendur mikið til bændur klæða sig ekki upp á hverjum degi.
Flell
Fell í Sléttuhlíð, það sést aðeins yfir í Skálá
Slétthlíðingar og nærsveitarmenn í Skálákaffi
Sundlaugin á Sólgörðum, síðunna vantar hjálp, þekkir einhvern sundkennarann á myndinni eða börnin?
Gestur bóndi og Jóhanna húsfreyja á Arnarstöðum með barnabörn. Fyrir áhugasama umættfræðina þá var Gestur bróðir Önnu Guðbrandsdóttir frá Hólakoti.
Bændur og ekki bændur frá Hrauni og Skálá
Bændur úr Sléttu og Óslandshlíð
Bændur í Sléttuhlíðar rétt, takið eftir svipnum á Stebba á Arnarstöðum.
Þessi mynd er tekin úti á Lónkotsmöl, einn Slétthlíðingur er á myndinni frá Tjörnum.
Höfðingjar úr Sléttuhlíð
Tilefni myndatöku þessara kvenna er óráðið enn sem komið er, kannski Þorrablót eða Lions skemmtun.
Systkinin á Hrauni Ragna Pétursdóttir, tvíburarnir Jóhann og Guðjón Péturssyni ásamt frændfólki.
Hérna á þessari mynd eru systurnar frá Glæsibæ Kristín og Steinunn, Kristín fæddist 2. ágúst 1912 en Steinunn fæddist 27. desember 1918 (frostaveturinn mikla) myndin er tekin 27 desember 1978 Ef síðu skrifarinn ruglar ekki neitt þá er þessi Steinunn Nunna Nílla við gömlu þorpararnir á mínum aldri munum bara eftir Nunnu. allavegana ég sem skrifa þetta.
Ef þið hafið séð skrifin mín um Pétur í Glæsibæ þá á þessi kona skilið lof fyrir það að búa með Pétri frá Glæsibæ, Þetta er Sigríður Stefánsdóttir kona Péturs frá Glæsibæ.
Þetta er hinn mikli meistari Pétur Jóhannsson frá Glæsibæ, fyrir ykkur sem ekki þekktuð til hanns þá var Pétur sparisjóððsstjóri ég man ekki hvað sparisjóðurinn hét vonandi kemur það fram í umræðu flipanum undir myndinni, kontorinn var á eftrihæð KASH. Kaupfélag Austur Skagfirðinga Hofsósi. Pétur var m.a. útgerðastjóri Nafar hf. á Hofsósi. Nöf hf. lét smíða Halldór Sigurðsson SK 3 sem var seldur og loðnuskipið Örn SK 50 var keyptur í hans stað. Mikið þarf ég að leggjast í sagnfræðina til þess að geta gert Pétri skil. Eftir framkvæmdastórn Nafar gerðist hann fjármála stjóri ÚS útgerðafélag Skagfirðinga og seinna meir framkvæmdastjóri Meitilssins í Þorlákshöfn. Ef dálkurinn fyrir ummæli væri stærri gæti ég sagt svo margar sögur af Pétri, Ég verð að skrifa sögur í ritað efni til þess að gera Pétri skil. Yndislegur karl.
Þetta eru miklar vinkonur og mágkonur þær Kristín Jóhannsdóttir frá vinstri og Sigrún á Tjörnum fyrir framan þær er Steinunn Jóhannesdóttir ( Nunna Nílla fyrir okkur Hofsósingana)
Bjössi í Felli ég veit ekki nema þetta sé fóstra hans og móðursystir Hadda í Felli með honum í bílnum.
Ekki er vitað um átal á þessari mynd, þetta eru systkinin Sigrún og Herbert frá Tjörnum.
Hvað nú báðir stórslaðir eða hvað? Gestur bóndi á Arnarstöðum og Jón Björn bóndi og skólabílstjóri á Róðhóli
Sigrún á Tjörnum tengamamma Lofts á Melstað að undirbúa afmli Lofts. sjá myndir úr afmælinu í flokknum Óslandshlíð.
Fermingarsystkinin í Fellskirkju 1977
Hér má sjá Beggu, Hólmfríði B Pétursdóttir í eldhúsglugganum á Hrauni, þarna eins og sjá má á eftir að klæða húsið,
Það var oft barn margt hjá Pétri og Helgu á Hrauni hér eru þau með nokkrum á olíutankinum fræga en það var vinsælt að setjast á hann í sólinni.
Hraun í Sléttuhlíð.
Eins og sjá má þá var sambyggt fjósið og íbúðarhúsið
Helga, Begga og Stefanía á Hrauni.
Mæðgur og systur frá Hrauni.
Hér eru þau Helga og Pétur frá Hrauni og Kiddi smiður á Skálá.
Kjartan er senni lega þarna að sækja póstinn, einnig Valdi á Þraststöðum
Þessi mynd er í eldri kantinum, hér er á ferð Jóhann Ísak Jónsson bóndi í Glæsibæ, hann fæddist 19. ágúst 1886 Jóhann Ísak drukknaði 2. des 1933
Vík í innsiglingunni í Lónkoti
Hér er floti Slétthlíðinga við bryggju í Lónkoti.
Á þessari er Sigurmon / Monsi að reyna að lífga upp selin sem hann er að trampa á.
Innsiglingin inn í lónið, þetta er saga af framkvændum sem ekki má gleymast.
Þetta var magað framtak hjá Jóni í Lónkoti að gera höfn upp í lónið.
Leifur á Miklabæ eftir landtöku á Lónkotsmöl.
Hér má sjá heim að Lónkoti.
Það er fín búbót að nytja egg úr Málmey
Þessi mynd er tekin í Málmey
Málmey og Þórðarhöfði.
Hér eru vaskir menn að koma úr eggjaferð úr Málmey.
Héru Steinþór á Arnastöðum og Þorbjörn í Glæsibæ / á Vatni
Ætli það verði næst að bæta fljótamönnum einn flokk á þessari síðu. Hér eru Hermann í Lambanesi og Hjálmar í Brekku.
Mosó, Kjartan á Tjörnum, Doddi og hver?
Sigrún á Tjörnum leikur hér á harmonikku
Kjartan á Tjörnum var vitavörður í Málmey og hafði not af eggjatöku. Þarna er hann og Kjartan yngri einnig Dúddi Eggerts.
Kjartan yngri Leifur á Miklabæ
Á þorrablóti í Felli Gulli bóndi og Fríða taka lagið.
Þorrablót
Hér má sjá Gísla í Sólvangi við uppsátur á Lónkotsmöl.
Hér má sjá Hilmar í Felli, Erlu Gull. Sigló/Fell og Óli Sigurjón , son Péturs Bolla frá Felli
Hér eru menn við selskurð í Málmey
Þorrablótin voru mannmörg og vinsæl í Felli
Kaupmaður frá Sauðárkróki á Þorrablóti í Felli Eddi og Hadda í Felli
Gulli í Felli og Fríða