Höfðaströnd
Skrunaðu niður til að skoða myndirnar
Hérna eru ungir austan vatna menn á góðri stund.
Það er alveg augljóst hvaða ár þessi mynd er tekin af okkar besta rútubílstjóra og fv. togarajaxli af Kaldbak EA 1 það sést nefnilega að rútan hefur verið skoðuð 1999 sjá miða í glugga rútunnar. Nei það vita ekki allir sem heimsækja síðuna að Óskar byrjaði á gömlu síðutogurunum áður en hann fluttist í sveitina okkar.
Gaman væri að frétta hver þessi yngsta er á myndinni af Litlu-Brekku systkinunum sú sem er næst
Feðgar við slátt sennilega er myndin tekið á túnunum í Litlu-Brekku.
Þetta er gamla húsið á bænum Litlu-Brekku á Höfðaströnd, þetta hefur verið reisulur bær á þessum tíma, aðeins meira um fróðleik og söguna þá bjuggju afi og amma ritstjóra síðunnar Goðmunda og Magnús á bænum Stóra-Brekka þar sem jörðin Litla-Brekka byggist á.
Þessi eðal drengur rataði í blöðin á vormánuðum þegar hann ók síðustu ferðina sem rútubílstjóri, margar sætaferðirnar ók Óskar okkur þorpurunum á böllin í þá gömlu þegar hann keyrði Sleitustaðarúturnar.
Hér má sjá Axel í Litlu-brekku þegar byrjað var að endurbyggja Hofskirkja, sennilega hefur Axel verið í sóknarnefns þegar þetta er tekið.
Ég er sannfærður um að sumum bændum í uppsveitum Borgarfjarðar hafi ekkert litist á þennan villimann norðan úr skagafirði fyrir 50 árum þegar hann var að gera hosur sínar grænar fyrir þessari snót sem ættuð er þaðan, hvað þá þegar þeir heyrðu nafnið sem hann gekkst undir og gerir enn.
Flott mend úr einkasafni Siggu, þarna er hún sennilega að útskrifast úr námi.
Mikið sem við þorpsbúar getum verið þakklát fyrir öll árin sem Sigga hjúkrunarfræðingur þjónaði okkur, hún var svo sannarlega ígildi læknis meðan hún starfaði hjá okkur.
Þessi mynd er eflaust tekin á þeim árum er Grétar stundaði sjómennsku sennilega á Skafta og hafi verið þarna með Sigga eða Bróa Tavsen á sjó.
Myndin er tekin um borð í Fróða SH frá Olafsvík ein tenging er hingað út að austan, þessi í rauðköflóttu skyrtunni er héðan, þarna er hann stýrimaður á Fróða og eflaust að segja krassandi sögu frá unglingsárunum í Hofsós.
Það var alltaf mannmargt í Bæ. Þarna er meðannara gamli læknirinn okkar í þorpinu.
Til gamans fyrir söguna, þá var Jón Konráðsson frá Bæ staddur á brúnni yfir Hofsá þegar hún fauk í aftaka sw veðri, honum var ekki meint af biltunni þegar hann lenti með brakinu í ánni. Sjá má á síðunni þessa fallegu brú með hvítum stórum handriðum.
Feðgarnir Bjössi og Dóri frá Mannskaðhóli þessi mynd er eflaust tekin á þorrablóti.
Þessi fer í topp 10 sætið yfir bestu myndirnar, á henni eru Jón í Mýrakoti og Dóri á Hóli eflaust er þarna á ferð sölu eða viðgerðamaður frá DEUTZ umboðinu.
Þarna er nú tilhugalífið að byrja hjá Óskari rútubílstjóra og Siggu á Hóli.
Hér má sjá stórkostlega flotta mynd af fólki frá Höfða eða tengt við Höfða á Höfðaströnd. Frá vinstri eru Bríet Guðmundsdóttir, Friðrik Antonsson, Anton Jónsson, Guðríður Hjaltested (Mamma Gógó), Guðný Friðriksdóttir, Þóra Antonsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Guðrún Þórðardóttir (Gurra á Höfða) Guðný Finnsfóttir, Þórður Sigurðsson (Guðný og Þórður bjuggju í Hnífsdal) lengst til hægri er Friðrik Guðmundsson. Ef síðuritari fer ekki með röng skrif þá er Friðrik Þór kvikmyndagerðamaður sonur Guðríðar og Friðriks Guðmundssonar.
Fjögur elstu systkynin á Mannskahóli Egill, Sigga, Jón og Einar.
Mér sýnist ég sjái vangasvipinn á Jóni á Óslandi, Kristjáni á Óslandi, Bjarna í Víðilundi, Birni í Bæ og fl.
Hér má allavegana sjá Bjarna í Víðilundi og Björn í Bæ
Gamli Hofshreppur / Valgeir og Guðrún á Vatni taka við viðurkenningu
Gamli Hofshreppur / Radda og Jón í Mýrakoti taka við viðurkenningu
Gamli Hofshreppur / Reynir og Svanhvít í Bæ taka við viðurkenningu
Gamli Hofshreppur / Didda og Axel í Litlu-Brekku taka við viðurkenningu
Gamli Hofshreppur / Valdi og Didda á Þraststöðum taka við viðurkenningu
Valdi á Þrastastöðum á spjalli við Kjartan póst yngri frá Tjörnum
Það var alltaf sótt björg í bú hjá Bæjarfólkinu, hér er Valgarð læknir við góðann sjófeng, mig vantar nafnið að stúlkunni sem er þarna líka.
Aftari röð frá vinstri: 1. Guðríður Jóhannsdóttir ( Gaua ) 2. Konkordía Sigmundsdóttir (Día á Melum,) 3. Sigurbjörg Tómasdóttir frá Felli, 4. Emma Hansen 5. Aðalbjörg Jónsdóttir (Ebba ) 6. Fjóla Ísfeld. 7. Anna á Sælandi. Fremri röð: frá vinstri 1. Anna Gunnlaugsdóttir 2. Efemía Jónsdóttir. 3. Guðný Ágústsdóttir 4. Konkortdía Rósmundsdóttir. 5. Elísabet Júlíusdóttir 6. Friðfríður Jóhannsdóttir. 7. Una Þ. Árnadóttir 8. Anna Bogadóttir 9. Helga Helgadóttir 10. Svava Antonsdóttir. 11. Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum.
- Anna Bogadóttir
- Anna Gunnlaugsdóttir
- Anna Jónsdóttir
- Arnbjörg Jónsdóttir
- Efemía Jónsdótttir
- Elísabet Júlíusdóttir
- Emma Hansen
- Fjóla Ísfeld
- Friðfríður Jóhannsdóttir
- Guðný Ágústsdóttir
- Guðrún Kristmunda Jóhannsdóttir
- Helga Helgadóttir
- Konkordía Rósmundsdóttir
- Konkornía Sigmundsdóttir
- Sigurbjörg Tómasdóttir
- Sigurlaug Pálsdóttir
- Svava Antonsdóttir
- Una Þ Árnadóttir
Þessi er tekin 1959 þar sem verið er að byggja hlöðu í Mýrakoti um það leiti og bóstrarnir bíða, það er gaman að sjá hvernig bændur breiddu striga yfir heyin.
Það hefur verið talsvert af fé á Höfðaströndinni þessi er tekin út við Gljúfurárrétt, ártal er ekki vitað en sennilega eftir 1961 ég byggi það á brúna Land / Rover sem þarna e,r ef þetta er K 130 sá bíll var árgerð 1961og líka brúnn, Hver átti Austin Gipsy jeppa hérna á svæðinu?
Eysteinn, Broddi, Leifur á Þönglaskála og Haukur í Bæ
Jón Þorstensson að slá, takið eftir vinstri hendinni, tveggjaþumla ullarvettlingur.
Það er fagur við Bæjarklettana.
Systkinahópurinn í Mýrakoti. Inga, Sigg, Anna og Jón.
Þórðarhöfinn fagur hvar sem á hann er litið.
Bæjarklettar
Einar Mannskaði flottur, þarna er hann kannski að æfa hrausta menn, Einar kúskurinn á Kúskerpi eins og hann er kallaður í Heimi.
Þessi mynd er tekin á Hofi sennilega 1942 áður var búið að senda inn upplýsingar um að hún hafi verið tekin 1962
Kartöfluræktun í blóma í Mýrakoti.
Hér er mynd af bræðrunum á Vatni við kistu föður þeirra Þorsteins Helgason 1952
Hér er verið að byggja fjós og fl. á Mannskaðahóli.
Flott yfirsýn útað vatninu, höfðanum og Drangey
Fagurt útsýni vestur yfir fjörðinn
Enn og aftur takk fyrir Egill, á þessari mynd eru Dúna tengdardóttir þeirra Einars og Hólmfríðar konu hanns.
Lilja og Dóri þarna eru þau með Egil lítinn, eftir þetta kom hver mannskaðinn af öðrum.
Hér eru Garðar skólastjóri og Dóri á Hóli í morgunleikfimi
Takk fyrir hjálpina Egill. Aftari röð frá vinstri, Þorsteinn frá Vatni, Konni frá Bæ, Bragi frá Litlubrekku, Egill frá Mannskaðahóli, Óskar frá Vatni. Fremri röð frá vinstri, Jón í Mýrakoti, Anna í Engihlíð, Ingibjörg frá Litlubrekki, Einar frá Mannskaðahóli.
Ártún í bak og fyrir.
Ekki veit síðueigandinn hvaða bygging er þarna við grafarósinn, sennilega útihús.
Hér vantar nöfn
Tekin í Ártúni
Heimilis og vinnufólk í Ártúni
Höfðstrendingar
Þetta fólk er af Höfðaströndinni, Þrastastöðum, Mýrakoti og Mannskaðahóli
Höfðstrendingar á WV frá Mýrakoti við Strákagöng
Eldri heimasætan á Hóli
Dóri og Lilja ætli guttarnir séu ekki Egill, Einar og Mannskaðinn ( Jón )
Dóri og Lilja
Dóri á Hóli, sennilega er Sigga þarna lítil og Jón í Mýrakoti
Didda og Axel með sennilega börnin Braga og Ingibjörgu
Stórhöfðingjar úr sveitinni, Þórður, Einar í Mýrakoti og Stefán á Skuggabjörgum
Snorri Jóns
Snorri Jóns