Bryggjan
Skrunaðu niður til að skoða myndirnar
Ein gömul sem fannst á Akureyri.net
Hérna má sjá svokallaðar flekaveiðar, það eru veiðar sem menn stunduðu með því að útbúa snörur á tréfleka, svartfuglinn kreið upp á flekana og festist í snörunum, þessar veiðar voru einnig stundaðar af útvegsmönnum héðan úr þorpinu, flekaveiðar voru seinna bannaðar vegna þess að menn voru að tapa flekunum vegna lélegra festinga við þau legufæra sem þeir voru bundnir við og flekar voru að finnast á reki og upp í fjörum með vægbrotnum, fótalausum og jafnvel með dauðum fuglum á.
Þessi mynd sýnir vel hversu mikið sjómenn í þorpinu þurftu að vera vakandi yfir bátum sínum vegna slæmra hafnaraðstöðu, þarna eru menn að flýja með bátana vegna veðurs og Berghildur er farin af stað og augljóst að menn eru að gera sig klára á Frosta II. þegar rýnt er í myndina má sjá að það er kominn maður fram á bakka á Frosta klár til þess að sleppa, eflaust eru komnir menn um borð í Harald Ólafsson og Sæbergið sem einnig liggja við norðurgarðinn. Þessi mynd er fengin úr myndasafni Baldvins Jóhannssonar á Siglufirði.
Það væri gaman að vita hvort einhver veit hvaða ár þessi er tekin? Þaena má sjá húsið undir nöfinni sem Sveinn og Klara byrjuðu sinn búskap sinn áður en þau byggðu Suðurbraut 5 Einnir sést vel í gamla sláturhúsið sem stendur vestan við brúna.
Hérna er Friðvin vélstjóri um borð í Drangey þar sem hann var vélstjóri, sennilega sést í hnakkan á öðrum þorpsbúa Óla Bolla
Þessi bardagi lítur ekki vel út fyrir Ómar, augljóst að hann stefnir á að skoða lífríki sjávar.
Eitthvað virðist Einsi vera að taka yfir í baráttunni
Koddaslagur var vinsæll hérna er jafnræði til að byrja með.
Ein gömul tveir góðir Slétthlíðingar í aðgerð sennilega tekin um borð í Skafta SK 3
Hér eru menn að koma til lands úr Drangey eftir eggjatöku á trilunni Stormfuglinn flestir af körlunum eru af Reykjaströndinni smíðaður fyrir þá bræður á Steini og trallan var samnýtt einnig af Fagranebræðrum en tengingu við þorpið hefur myndin þar sem Friggi í Árbakka situr fremst á stefni bátsins. Önnur tenging er að smíðin er Þorgríms Hermannssonar á trillunni
Myndin af þessum snillingum er örugglega tekin í borðsalnum á Skafta SK 3
Hofsóshöfn var einu sinni stórskipa og útfluttningshöfn, héðan var skipað út bæði fiskimjöli, frosnum og söltuðum fiski. Hér var líka skipað upp áburði, kolum, olíu og fl.
Eins og sjá má á myndinni er verið að gera grjótgarðin vestan við Norðurgarðinn, en við Suðurgarðinn er áhöfnin á Þerney að græja þorskanet fyrir eða eftir netavertíð.
Þerney SK 37
Þessi mynd af Hemma er en flottasta sem ég hef séð af honum, flott klæddur og í nýjum skóm, annað þarna hefur Loftur splæst á sig nýjum Nokian stigvélum, mér finnst þessi mynd vera tekin fyrr en bjór var leyfður á Íslandi, samt er baukur á bryggjukantinum fram við Loft.
Nokkrir af þeim betri sem beittu hérna, þarna vantar samt Jón Gíma. og Óla Láru en Óli var einn sá fljótasti, vann meðal annars línubeitingu á landsmóti UMSÍ
Línubeiting var mikil hérna í þorpinu áður fyrr á trillbáta árunum, þá var línan beitt í svo kölluð bjóð, beitt var í línubala þegar dekkbátarnir komu til. Núna er þetta allt horfið. Hérna eru karlarnir að greiða línu flækju sem allir beitingamenn hötuðu.
Það var nú ekki bara sultur og seyra hérna í þorpinu eins og sjá má í viðtölum við starfsfólk frystihússins og Árna sveitastjóra hérna á síðunni sett inn 11 jan. Hérna vornu nefnilega nokkuð mörg fyrirtæki þar á meðal hörpudisk skelvinnslan Skagaskel, þar sem þessi mynd er tekin. Það væri gott ef þið gætuð borið kennsl á einhverja þarna eða munið hverjir unnu þarna.
Frá skemmtisiglingu á sjómannadag kannski tekið 1980 Hafsúlan Kögurvíkur drengja og Hafsteinn trilla Einars Jóa og Svenna Einars fjær. Mynd frá siglingunni Guðni Sig Óskarsson skólastjóri
Frá skemmtisiglingu á sjómannadag kannski tekið 1980 Hafsteinn SK 119
Frá skemmtisiglingu á sjómannadag kannski tekið 1980 Hafsúlan og Hafsteinn.
Frá skemmtisiglingu á sjómannadag kannski tekið 1980 Hafsúlan
Frá skemmtisiglingu á sjómannadag kannski tekið 1980 Hafsteinn SK 119
Þeir eru ekki allir stórir fiskarnir sem dregnir eru úr sjó, myndin er tekin um borð í Dröfn sem við félagarnir Gummi og Steinþór keyptum á unglingsárunm okkar.
Myndin er frá fyrstu árum útgerðarinnar Kögurvíkur s/f tekin um borð í Dröfn sem seld var þegar félagarnir kaupa nýjan bát sem var mikið happafley og bar nafnið Hafsúlan RE 77
Þessi mynd er tekin um borð í Skafta SK 3 þeir eru hálf villimannslegir Slétthlíðingarnir Óskar og Bjössi.
Trollið komið inn á dekk
Þessi mynd er tekin er Guðrún Jónsdóttir SK 103 varð til þarna eru útgerðarmennirnir úr Stóragerði og skipstjórinn á hinu nýja fleyi
Guðrún Jónsdóttir nýkomin úr róðri
Myndin er skráð 1940 -1965 hún er fundin á netinu en við stækkun sést það ekki, myndaefnið er það sem mestu máli skiptir. Ljósmyndarinn er Þorsteinn Jósepsson.
Þessi mynd er frá 1930 - 1940 myndin er til hjá minjasafninu á Akureyri ekki er vitað hver tók myndina.
Þennan bát kaupir Árver með Una Péturssyni
Eflaust telja einhverjir að þessi mynd eigi ekkert erindi inn á síðuna þar sem hún er ekki tekin niður við Hofsóshöfn. Þessi mynd segir samt sögu af þorpsbúa og athafnamanninum sem fæddur er í Unadal og ólst upp á Nöf Skafta Stefánsssyni. Karlinn hefur verið mikið hörkutól lét t.d. byggja þessa söltunarstöð á Siglufirði, gerði út báta einn hét Stataf, svolítið sérkennilegt nafn á bát. Síldar planið Skafta bar nafið söltunarstöðin Nöf. Augljóst að Skafti hugsaði til heimahagana þegar söltunarstöðin var byggð. Heimild Sarpur.
Þessi mynd er tekin um borð í Skafta SK 3 drengurinn fyrir miðju í aðgerðinni er ættaður frá Sælandi og heitir Friðrik skýrður í höfuðið á gamla smíðakennaranum Frigga á Sælandi
Þessi mynd er teki í vélarúminu á Skafta þessi er frá Sauðárkróki Steini Hauks.
Vinnuaðstaða im borð í gömlum togara er ekkert sérstök þegar lest er að fyllast, landstím framundan með fullfermi.
Þótt þetta happaskip væri ekki meðal stærstu togaranna var samt útbúinn bæði fyrir flot og botntroll, hér er verið að hífa flottroll.
Í þá gömlu góðu, dýraverdunarsinnar hefðu ekki verið sáttir við þetta lifandi langvía á stingnum hjá Gumma Hólm
það vakti forvitni hópsins að sjá hvað um borð kom úr trollinu.
Pjakkarnir mættir á millidekkið að taka á móti aflabrögðum.
Nemendur undirbúa sig við að kasta trolli, mikill spenningur var hjá hópnum var að sjá hvað kæmi í trollið.
Hluti nemenda í borðsal Drafnar, heylsufar misgott á hópnum, það sjóast ekki allir í 1. túr. Nöfn sumra nemanda hafa gleymst.
10. bekkur í sjóvinnu 1999 á leið í rannsóknarferð með hafrannsóknarskipinu Dröfn
Sjóvinna 10. bekkur 1999 Sá er kenndi bekknum þennan eina vetur sem sjóvinna var í boði sem valgrein er afar stoltur, það er ekki alltaf sem lítill skóli af landsbyggðinni vekur svo mikinn áhuga á sjóvinnu, til gamans má geta að einn úr hópnum er stýrimaður hjá Granda h/f
Sjóvinna 10. bekkur 1999 en nokkrir áhugasamir úr 9. bekk komu oft í heimsókn til að forvitnast.
Sjóvinna grunnskóla Hofsóss 10. bekkur í sjóferð með Hafrannsóknarskipinu Dröfn, einhver velgja/sjóveiki að gera vart við sig
Þetta var líka þá, Sædís SK 19 við bryggju, á kambinum td. Skrúður, Konni, Hafdís og fl.
Þetta var þá, Örn SK 50 og Hreggviður SK 51
Bræðurnir Steinþór og Geirmundur Jónssynir frá Grafargerði. Gaman væri að fá frummyndina vegna gæða myndarinnar.
Mikið líf var við höfnina á árum áður, hér er Litlafell við bryggju og trillukarlarnir að landa sjá má svokallaða frystihús tík sem notuð var til flutninga frá höfninni og upp í íshús / frystihúsið
Olíuskipið Litlafell við losun á Hofsósi
Örn SK 50 og Hreggviður SK 51
Talsvert af hafís á þessari.
Á þessari mynd eins og á annari mynd sést skarð í brimvörnina sem er á norðurgarðinum. En í forgrunni myndarinnar má sjá að það er verið að moka / ryðja ytri sneiðinginn með jarðýtu, eflaust er Óttar í Enni á ýtunni en hann sá um snjómokstur á árum áður, ætli Magnús Bubba Magg standi fyrir ofan og horfi á moksturinn?
Eins og sjá má á umhverfinu á þessari mynd þá er hún tekin við gamla bryggjuplanið, Þessi bíll er af tegundinn Plymouth árg 1957-58 eða DeSoto. Þennan bíl átti Kalli Herberts frá Tjörnum.
Eins og sjá má þá er þessi mynd tekin á Norðurgarðinum á Hofsósi bíltegundin er Nash Rambler árg 1955 vonandi berast upplýsingar um hver börnin eru í bílnum og hver tók þessa mynd
Þessi mynd er tekin um borð í Drangey í jólatúr, þarna er Friðvin vélstjóri að finna upp nýstárlegum tappatogara til þess að hægt væri að hafa rauðvín með jólasteikinn.
Þessi kom sterkur inn og tók þetta á stút, Einar Pétur Bjargmundsson vélavörður.
Vertíðarlok, menn að taka áþví í lok vertíðar, Steinþór Nonni og Villi vélstjóri Geirmundsson.
Alltaf gaman á sjónum Óli Gunni og Nonni yngri í Skjaldborg.
Mikið gat þetta horn oltið.
Hér er verið að láta seinni drekann á trossunni fara.
Hér er verið að leggja þorskanet, Nonni yngri í Skjaldborg sér um grjótin. (Nertasteina)
Kippt á milli trossa um borð í Hafborg SK 50
Það þurfti að fiskast vel ef átti að fylla í siglingatúrum. Pálmar pokamaður á Drangey
Þessi er tekin í siglingatúr til þískalands um borð í Drangey SK 1 spánverjanum Pálmar Jóhannesson.
Þessi mynd er tekin í verslun KS á Ketilási, þarna eru tveir að koma sennilega frá Sigló á vörubíl útgerðar Hafsúlunnar Kögurvíkur sf. sem sést í bakgrunni áhafnarmeðlimir Hafsúlunnar sem eru á myndinni eru Níels Ragnar Björnsson og Finnur Sigurbj.
Þessi er tekin um borð í Skafta SK 3 þarna eru þrír gamlir þorparar Guðmundur Árnason (Muggur) Sigurður Péturson (Siggi Tása) og Jón Geirmundsson.
Þessi mynd er tekin um borð í Skafta SK 3 óþekktur strákurinn í gula bolnum en hinir eru innfæddir Hofsósingar þeir Jón Geirmundsson og Sveinn Sveinsson ( Lilli Klöru )
Arnar, Bragi og Uni handlanga rækjukassa upp á bryggju.
Hér hefur borið vel í veiði.
Frændurnir Uni og Bragi Vill landa rækju uppúr Faxavík einum af þeim bát sem Uni gerði út.
Hér er verið að landa rækju, rækja veiddist vel á Skagafirði í nokkur ár.
Löndun hafin.
Ritan er líka sólgin í lifrina.
Nótin hífð inn með kraftblökk en alltaf þarf mannshöndin að koma til.
Hérna er verið að hífa inn pokan.
Hér er verið að toga.
Baujan tekin og þá var byrjað að tog/dra dragnótina/snurvoðina sem þetta veiðarfæri var kallað.
Uni skipstjóri og hvolpasveitin ;) það þótti ekki gott að margir úr sömu fjölskyldunni væru saman til sjós í sama skipsrúmi. Öll árin þeirra feðga gekk allt áfallalaust. á myndinni eru 3 brðurnir Ómar, Hrannar og Arnar ásamt Una.
Það má líka fá vænan þors í dragnót, hér heldur Ómar Una á einum slíkum.
Hér hefur borið vel í veiði.
Þetta er mesta yndið við dragnótaveiðar þ.e.a.s. fyrir þá sem þekkja, það er að fá tógin og dragnótina fulla af þara. ( viðbjóður ef rétt er )
Hérna er verið að hífa skelplóginn, þá er tekinn stb. hringur og gilsvír settur í plóginn og hann hífur fram með síðunni.
Skelplógur losaður á myndinni eru Uni, Jón Jóhann og Þorgrímur Ómar.
Hér er verið að losa úr skelplógnum á Hafborginni, Jón yngri í Skjaldborg var einn af bátsverjum.
Hörpudiskveiðar voru stundaðar á Skagafirði um tíma m.a. frá Hofsósi báturinn Hafborg var keyptur og skelverksmiðja var reist.
Jón Jóhann við úrtínslubandið, þess má geta að í skelplóginn kom upp nánast allt lifandi og dautt allt lífríkið sem er botnlægt, einnig alskonar ruslu t.d. hlandkoppar, meðalaglös, kolamolar og nánast allt sem horfið eða hent hefur verið í sjóinn.
Skelplógnum kastað, Steinþór Viðar og Gunnar Heiðar við togspilið. Myndin er tekin um borð í Hafborg SK 50 sem keypt var þegar Hörpuskelveiðar voru stundaðar á Skagafirði og unnið var í Skagaskel skelverkun sem er viðbygging við Pardus.
Gaman væri að vita hvaða ár þessi mynd er tekin.
Þessi mynd segir talsverða sögu við sjósetningu báta, eins og sjá má þá er aftasti maðurinn sem er að setja sliskana undir kjöl bátsins oftast í bússum, bússir fyrir ungviðið sem sér þetta eftir okkar dag þá eru eru það stígvél með gúmmí upphækkun uppí klof, í dag væri þetta kallað vöðlur. Það er dásamlegt fyrir mína kynslóð að sjá að sá sem er í bússunum er Bragi Vilhjálmsson frá Háaskála. Eins og sjá má þá flýtur sennilega báturinn ekki fyrr en bússurnar og Bragi eru komnir uppundir hendur í sjó. Í mynningunni ef Bragi var ekki í þessu hlutverki að vaða dýpst þá var það Hermann bróðir hans, Hemmi var aldrei í bússum enda jafnblautur hvort sem er.
Menn klárir með búkkana svo bátarnir færu ekki á hliðina. Já svona var þetta gert fyrir okkur hin sem þekktum ekkert til hvernig Hofsósingar báru sig að við sjósetningar.
Svona var þetta ef átti að setja bát á flot eða taka upp þá mættu allir m.a. Jói Páls Jói var og hefur alla tíð verið dugnaðarforkur.
Það má sjá á bátnum að vel hefur fiskast, báturinn kominn á skammdekk eigs og sagt var.
Allt fullt af fiski, báturinn lunningafullur.
Þerney hér hefur borið vel í veiði.
Hér er Þerey að koma í land með fullfermi.
Þerney SK 37 Þennan bát kaupir Uni með Árversmönnum en Árver var saltfiskverkun sem Óli Láru, Jónas Tobbu og Bassi Ívars áttu, seinna meir varð sú breiting á að Árversmenn hættu útgerðinni en Uni hélt áfram að gera bátinn út.
Þetta er ansi stórt dýr fyri lítinn bát.
Hrefna
Hér er verið að hífa Hrefnuna upp á bryggju.
Hér ber vel í veiði kannski full mikið fyrir lítinn bát hér eru menn með Hrefnu á síðunni
Ein af trillunum sem Gími smíðaði, þessa átti Toni Jóns frá Sólbakka þarna eru þeir saman bátasmiððurinn og Toni. Gott ef að þessi trill fékk ekki nafnið Þorgrímur.
þetta er mynd sem segir sögu af bátasmíði Gíma tveir að verða sjóklárir, myndin er tekin norðan við Beinamjöls verksmiðjuna eins og hún hét, í dag þekkir yngri kynslóðin bara hús sem áhaldahúsið, lengst frá sést í húsið Grænumýri
Svona litu allir prammarnir út sem Gími / Þorgrímur Hermannsson smíðaði og þeir voru ófáir. Það verður að varðveita sögu prammana með þessari mynd.
Þessa trillu smíðaði Gími fyrir þá Háaskálabræður Braga og Hemma. Trillan hjá þeim bræðrum hét Hafdís SK 147 og var afturbyggð þegar þeir áttu hana, hérna er Hafdísin eftir breitingu orðin frambyggð og komin með stóra vél, Ómar Unason eignaðist bátinn og lét breita honum.
Þessi mynd gæti verið tekin 1982 á myndinni eru bátarnir Þerney SK 37 Hafsúlan trillan utan á henni er Bliki trillan Kjartans á Tjörnum og Leifs á Miklabæ oftast var trillan kölluð vitaskipið þar sem Kjartan sá um Málmeyjarvita fyrir Vitamálastofnun einnig er þarna Hafsteinn SK trill sem Einar Jóa átti og gerði út í nokkur ár.
Hérna er Steinn Pétursson / Brói Tása um borð í einhverju loðnu / uppsjávarskipi. Brói fór víða á sínum sjómannsferli.
Gími var afkastamikill bátasmiður hérna eru 2 bátar komnir mislangt í smíði.
Krakkar frá Hofsósi í skólaferðalagi á Arnastapa, Bár Björnsdótti frá Lyngholti og veit ekki kannski en dætra Bassa Ívars. En sjáið hvað er í bakgrunni þarna er bátur uppi á landi, þarna er bátur smíðaður af Þorgrími Hermannssyni. Þeir fóru víða bátarnir Gíma.
Bátarnir eftir Gíma eru auðþekkjanlegir menn sögðu þegar þeir voru að spá í uppruna hvers báts, þá sögðu menn þetta er bátslagið hans Gíma.
Á þessari mynd má sjá Þorgrím / Gíma byrja á einum af svo fjölda báta sem hann smíðaði á sínum ferli
Oftast er sw áttin skæð við höfnina, ekki hefur verðið vanþörf á hafnarframkvæmdur
Önnur mynd af sw roki, við þessar aðstæður reyndu menn samt að gera út frá Hofsósi, við fyrstu sýn þá er ekkert að sjá mema brim og rok, þegar myndin er stækkuð þá sést að einn bátur liggur við bryggjuna stefni, stýrishús og möstrin á bátum sjást, þetta er sennilega Frosti eldri seinna Berghildur SK 137
Hér sjáum við eina af svo mörgum trillum sem Þorgrímur smíðaði þessi hét Frosti
Þetta er mögnuð mynd en gaman væri að vita hvenær hún er tekin. Einnig væri gaman ef einhver gæti frætt okkur um þá sem standa við fiskihrúuna á bryggjunni þar sem gamla planið var.
Keppni í línubeitingu á sjómannadegi, Bassi Ívars kom sá og sigraði enda flottur í tauinu. Keppendur frá vinstri Jónas Einarsson, Viggó Einarsson, Jón Jónsson og Björn Ívarsson stuðningsmaður Bassa er frændi hans Uni Pétursson.
Hér eru þeir Palli Magg og Jói í Brekkukoti að landa fínum afla.
Svona grip eða bátaspil áttu allfestir trillukarlarnir hér áður fyrr, Í gegnum sívala staurinn var sett rör og menn röðuðu sér á rörið og gengu hring eftir hring þar til trillurnar voru komnar upp á kamb.
Þessi mynd á fullan rétt á að vera í þessum flokki, hér sjáum við flóabátinn Drang sem kom reglulega með vörur hingað til Hofsóss, sérstaklega á veturna þegar mikil ófærð var. Sá er þetta skrifar man vel eftir því þegar Gunnsi Balda var að ferja vörur frá skipinu á dráttarvél sem hann átti, vélina hafði hann á beltum og var með stóran sleða aftaní henni, það er greipt í minninguna þegar Gunnsi var að brjótast í ófærðinni frá brúnni og út á sand til þess að komast út á bryggju.
4 Hofsósingar á Örfyrisey, Steinar Björnsson, Barði Barðason Einar Lárusson og Þórður Lárusson
Þessi mynd er tekin á vetravertíð í Breiðafirði.
Egill mannskaði Hermannsson hafði tíma til þess að horfa í myndavélina.
Auðvita varð að sjóa þennan alminnilega til áður en hann fékk skipstjórajobbið á Málmey SK 1
Egill Hermannsson og Steini á Arnastöðum um borð í Hafsúlunni
Hér er Lilli klöru / Sveinn Sveinsson ekki hár í loftinu. Myndin er líka í flokknum Bæjarbúar en hér á hún ekki síður að vera.
Oft er hann úfinn sjórinn eins og sjá má, þatta kölluðum við Bakkabrim.
Hér er eitthvað í gangi Björgunarsveitir mættar
Hér má sjá tvo aðkomubáta í Hofsóshöfn Arnar ÓF 3 frá Ólafsfirði við Suðurgarðinn og Víðir Trausti koma inn í höfnina Víðir Trausti var frá Hauganesi
Á þessari mynd er augljóst að grjótvörnin við Norðurgarðinn hefur verðið nauðsynleg framkvæmd.
Vonandi getur einhver borið kenns á þessa dekkbáta við bryggjuna, síðueigandinn telur að trillan uppí krikanum sé Hermóður trilla sem Ingólfur í Bræraborg átti. Einnig er ég að leit eftir hvort til sé mynd af Farsæli og Traust bátum sem afi minn Magnús Einarsson frá Málmey átti, hugsanlega er annar dekkbáturinn annarhvor þeirra? Hver veit!
Hafsteinn SK 119 og Hafdís SK 47 við Suðurgarðinn og sennilega vitaskipið þeirra Kjartans á Tjörnum og Leifs á Miklabæ. Hvað ætli hafi orðið af þessu spili sem er upp á bakkanum ofan við Árver? Spil sem var að öllum líkindum frá Sveini Jóhannssyni.
Á þessar mynd má sjá einhvern krana eða mastur upp í krikanum við Norðurgarðinn vonandi veit einhver deila á þessu. Einnig er það sem er í forgrunni á myndinni magnað, sjá t.d. fiskhjallinn við Bröttuhlíð.
Ef þessi mynd er stækkuð þá má greinilega sjá sílartunnur sem er verið að skipa upp úr þessu skipi og þeim staflað á planinu undir Nöfinni, síld var allavegana söltuð árið 1946 - 47 þá er þessi mynd eflaust frá þeim tíma.
Strákarnir á Borginni / Hafborg Ómar, Gunnar Heiðar og Jón í Skjaldborg. Hér eru þeir á Hörpudiskveiðum.
Hér má sjá hvernig fremsti hlutinn á bryggjunni gekk upp.
Sennilega eru þarna við bryggjun Frost II Sæberg og Berghildur. Þarna má sjá hvernið dekkið á bryggjuhausnum gekk upp eftir að hafís kom innan úr firði og á bryggjuhausinn
Guðrún Jónsdóttir
Hér kemur Hafsúlan heim eftir 1. vetravertíðina úr Ólafsvík gangafullur af netatrossum.
Verður þessi mynd ekki að vera í bryggjuflokknum? Skipstjórinn bauð eigendum Hafsúlunnar til veislu við komu bátssins, hér er ekkert verið að færa útgerastj. blóm í til efni komu bátssins. Nei engin blóm aðeins Vodka Wybrowa
Hér koma strákarnir með Hafsúluna í fyrstaskipti fáni prítt til Hofsóss, þetta reyndist happafley. Bjössi í Felli fór með okkur til þess að sækja hann og réri honum til að byrja með þar sem eigendurnir höfðu ekki réttindi til þess. Þarna má sjá Una taka við springnum og hafnavörðurinn Óli Láru klár í framendann.
Mikið hefur verið mikill trillufloti í þorpinu
Svona var þetta trilla við trillu.
Gamla Hafdísin þeirra Háaskálabræðra Braga og Hemma
Ef mér skjátlast ekki þá er þetta Einar Ásgeirsson, Einar var m.a. skipstjóri bæði á Halldóri Sigurðssyni og Erninum, Einar og fjölskylda flutt í gamla þorpið þegar Halldór var hér þau bjuggu í Suðurbraut 3
Þessi mynd er tekin um borð í Skafta þarna má sjá Óskar í Glæsibæ og Stjána Óla. Stjáni var líka hippi það voru allir með lítið skert hár á þessum árum.
Þessi mynd er tekin á sama stað og á sama tíma og myndin af Bjössa. Gummi Hólm var líka hippi.
Þessi mynd er tekin um borð í Skafta SK 3 þarna er skipið með opna lunningu framan við skosteinin, seinna var byggt yfir gangan. Það mætti halda miðað við útlitið á Bjössa í Felli að þetta hafi verið tekið á hippatímanum
Friðvin, Didda og Hjalti Gísla í borðsalnum á Erninum.
Þessi var stýrimaður á Erninum um tíma, Árni Múli hét hann. Ég veit ekki hvort það sé viðeigandi að segja sögu af honum, en Gunnsi Balda varð að taka í öxlina á honum og veita honum föðurlegt tiltal í Essoskálanum. Einnig varð Sigfús Stefánsson / Fúsi í Grænumýri vélstjóri á Erninum að veita honum líka tiltal vestur í Ísafjarðardjúpi.
Þetta er bara snildin ein, þessi mynd er tekin um borð í Erninum af Gunna á Grund og Diddu í Stóragerði en hún var kokkur um tíma á Erni SK 50 árið 1972
Hér má sjá Örninn við bryggju í þorpinu okkar 1972
Mér finnst magnað að sjá hvað sjómennskunni hefur verið gert hátt yfir höfuð, áhafnarmeðlimir sendir í myndatöku og útbúið myndaspjald með mynd af bátnum í miðju og skipstjórinn / formaðurinn hafður efst og skrifað Þorgrímur Hermannsson og áhöfn 1960 Þegar þetta er sett inn 23. mars 2021eru einungis tveir af þessari áhöfn á meðal okkar þeir Kjartan Ívars og Stebbi á Sælandi
Þessi mynd er tekin um borð í Hafsúlunni, þarna er Lárus Félsteð ( Lalli Kobba ) hann var kokkur um tíma á Hafsúlunni
Hér Guðrún Jónsdóttir SK 103 sen Gerði h/f átti, þarna má sjá Diddu í Stóragerði og Bjössa í Felli
Hafnaraðstaðan var ansi slæm.
Hér er verið að landa fullfermis túr úr Jalldóri Sig. afli líka á dekki. Þarna má sjá í löndunargenginu m.a. Friðrik Jónsson, Gunna Geira og Matta, á Bryggjunni er Þórður Stjána og strákurinn er Steinþór á Arnastöðum.
Berghildur EX Frosti II
Er ekki Norski fáninn á annari trillunni
Hér mætti halda að félagarnir Mummi, Friðvin og Gísli séu að hlusta á tónlist af segulbandstæki. myndin er tekin í káetunni um borð í Frost II
Hér verður ekki siglt á fullri ferð.
það er magnað að sjá kokkinn uppá búinn í kokkagallanum í lúkarskappanum.
Æi stundum mætti bara vera vor allt árið.
Frosti II á Þorskanetum
Um borð í Frosta II SK 5
Hér er búið að sjósetja Sæfuglinn með Moskva vélinni, Rabbi tók allt úr Moskvich bíl og setti í bátinn vélina með kúplingu og gírkassa 4 gírar áfram og einn bakk gír að vísu þurfti að stöðva skrúfuöxulinn með því að stana ofaná honum til þess að setja í bakk gírinn, einnig var erfitt að sigla áfram í fjórða gír þar sem vélin hitaði sig enda lítið loftstreymi um vatnskassann.
Hér er Rabbi að græja Moskvichvélina í Sæfuglinn, þarna er hægt að segja að epplið falli ekki langt frá eikinni þar sem Sveinn pabbi Rabba var mikill frumkvöðull á alla máta.
Alltaf togar bryggjan til sín æskuna
Hafnaraðstaðan var ekki upp á marga fiska áður en grjótvarnirnar komu.
Logn og blíða en fjörðurinn fullur af ís.
Landsins forni fjandi mættur eins og hann var nefndur, það er þegar hafís barst upp að ströndinni.
Bassi Ívars brýtur leið í gegnum ísinn fyrir Frosta II SK 5 Bassi var alltaf á undan öllum öðrum ruddi brautina, það stoppaði Bassa ekki neitt.
Hér spila Brói Tása og Halldór Sigurðsson um borð í Frosta II Dóri lést á smíðatíma á nýju 103 tonna bát fyrir Nöf h/f bátur fékk nafnið Halldór Sigurðsson SK 3 í kjölfarið.
Jósi Odds, Ívar Björns, og bræðurnir Snorri og Hafsteinn Friðrikssynir.
Á myndinni eru Einar á Brekku og Ingi Friðbjörns myndin kom í mogganum
sporttúr á Konna SK 29
Snuruvoðabæting á Sæberginu í forgrunni er Trausti á Berglandi ber að ofan.
Barði Steinþórs, Bragi Vill og Jónas Tobbu.
Hér má sjá Hjalt Gísla, Sillu á Þönglabakka sem vann mikið hjá Sigmundi bæði við beitingu og uppstokkun einnig Sigmund og Gísla Ben.
Varðskip kemur með hluta af bryggjunni frá Skagaströnd en þar voru þeir steyptir
Hér er verið að byrja á smíði Norðurgarðinum
Skúrarnir á gamla planinu
Vörubíllinn er K 200
Uppskipun
Kolauppskipun allt borið á bakinu
Sýldarsöltun 1946 - 47
Á myndinni eru Sigmundur í Árbakka Einar á Brekku, Pétur á Þangstöðum en kafarinn er að sunnan og heitir að mig minnir Einar.
Takk Sveinn Einarsson Þetta á að vera 1. Haraldur Ólafsson sem feðgarnir Jói Eiríks og Einar gerðu út. Báturinn var síðan seldur á Krókinn eins og sést á commenti frá Sveini. Vonandi er þetta rétt hjá Sveini, en einhver sagði mér að Stjáni Gústa hafi átt þennan og þarna væri Mummi Stjána í hurðargatinu á stýrishúsinu, Ég verð að finna mynd af Voninni þá er ég viss.
Hérna er ein af trillunum sem Gími smíðaði, á myndinni með Gíma er Manni, Manni var þúsund þjala smiður. Vélaverkstæðið sem stóð fyrir ofan slökkvistöðina fyrir þá sem muna var neft eftir Manna. Verkstæðið sést á einni myndinni þar sem vaskir sveinar eru búnir að stilla upp eftir fótboltaleik á sjómannadag. ( sjá myndir bæjarbúar )