Mynd x7ayod9i
Þetta fer að verða gamalt, landað með víra bómukrana, en samt er Beii í Lyngholti hættur að keyra fiska á milli staða á gamla Chervolettinum þegar þessi mynd er tekin. Hérna verður að koma ein af mörgum gullkornum sem Jónas Tobbu missti út úr sér, sagan gerðist um borð í Skafta og Jónas var kokkur, mikil bræla var og þeir sem hafa róðið á Skafta vita að togarinn valt mjög mikið, Jónas er að bera matarpottana inn í borðsal og rétt nær að henda potti á borðið þega Skafti þekur heljarinnar veltu, Jónasi varð til happs að fatasnagi var á veggnum rétt innan við dyrnar og grípur með báðum höndum um snagann og fæturnin á kokknum verða láréttar í loftinu þar sem dallurinn var kominn á hliðina þá segir Jónas þessi fleygu orð Það fer enginn framm úr Skaft þar sem þröngt er.
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá