Fólkið
Fjölskyldan á Kárastíg 3 vonandi er ég ekki að klikka á þessu en þá fæ ég leiðréttingu í umræðudálknum hér að neðan. Börnin aftan við hjónin Rúnu og Frigga eru Margrét, ( Dúdda ) Marteinn, Snorri, Jón og Hafsteinn. Ég er að reyna með tilurð þessara síðu að gera sögu fólksins úr þorpinu skil með sögum og myndum fyrir þær kynslóðirnar sem á eftir okkur koma. Eitt er víst það hefur engin fjölskylda í þessu þorpi orðið fyrir öðrum eins harmleik en þá fórust bræðurnir Jón og Hafsteinn með Svaninum SK haustið 1959
Ummæli (1)
Bæta við ummælum
Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.
Innskrá